Af samtölum blaðamanns við þingmenn úr öllum flokkum, nema Hreyfingunni, má heyra að málið snýst fyrst og fremst um pólitík en ekki réttarfarslega meðferð ákærunnar. Það er í takt við umfjöllun fjölmiðla af málinu síðustu daga, þar er helst spáð í spilin um það hverjir styðji tillöguna og hverjir ekki, hvort brestir komi upp í stjórnarsamstarfi VG og Samfylkingar o.s.frv.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)

Ljóst er að mikill hiti er í þingmönnum Hreyfingarinnar vegna málsins sem meðal annars hafa kallað eftir afsögn Ögmundar Jónassonar vegna afstöðu hans í málinu nú. Þá líta aðrir þingmenn VG á landsdómsmálið sem tækifæri til að rétta yfir Sjálfstæðisflokknum og hugmyndafræði flokksins á opinberum vettvangi. Þá telja sumir að málið muni einnig skaða Sjálfstæðisflokkinn þar sem það vekur upp umræðu um störf flokksins í Þingvallastjórninni.

En fari svo að tillaga Bjarna verði felld verður það í annað sinn á innan við ári sem hann leggur í harða atlögu við ríkisstjórnina án þess að fella hana. Í fyrravor lagði Bjarni fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina sem var felld með naumum meirihluta. Þá var haft á orði að tillagan hefði verið illa undirbúin, m.a. hefði ekki verið haft samráð við Framsóknarflokkinn sem einnig er í stjórnarandstöðu. Þó skal hafa í huga að við atkvæðagreiðslu um tillöguna kvarnaðist úr stjórnarmeirihlutanum þegar Ásmundur Einar Daðason, þá þingmaður VG, lýsti því yfir að hann styddi ekki ríkisstjórnina lengur. Málið olli ríkisstjórninni miklum tímabundnum erfiðleikum.

Það sama á við nú.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Geir H. Haarde - Blaðamannafundur 06.06.11
Geir H. Haarde - Blaðamannafundur 06.06.11
© vb.is (vb.is)