*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Innlent 8. október 2020 09:54

Landsrétti lokað vegna Covid

30 starfsmenn dómstólsins fara í skimun síðar í dag eftir smit hjá einum sem kom upp í gærkvöldi.

Ritstjórn
Húsnæði Landsréttar við Vesturvör í Kópavogi.
Haraldur Guðjónsson

Kórónuveirusmit hjá starfsmanni Landsréttar veldur því að málflutningum fyrir dómstólnum sem áttu að vera dagana 8. október til og með 14. október næstkomandi verður frestað.

Jafnframt verður starfsemi dómstólsins í algjöru lágmarki þetta tímabil segir á vef Landsréttar. Samkvæmt Vísi fara 30 starfsmenn dómstólsins í skimun síðar dag eftir að smit kom upp hjá einum starfsmanni hans í gærkvöldi.

Loks mælist dómstóllinn til þess að gögn sem nauðsynlegt sé að afhenda honum á þessum tíma verði send rafrænt í gegnum vefgátt dómstóla, eða með tölvupósti, þó póstleggja eigi frumritin líka.

Jafnframt er unnt að afhenda málsgögn í dómshúsinu við Vesturvör að gættum ítrustu sóttvörnum segir í lokum tilkynningarinnar.