Landsvirkjun bíður 43 Bandaríkjadali á megavattsstundina í nýjum samningum til 12 ára. Þetta er hærra verð en fyrirtækið hefur áður selt orku til viðskiptavina sinna. Verðið mun hækka frekar, að sögn Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar.

Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Glitnis.
Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Glitnis.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Magnús hélt erindi fyrir stundu um samkeppnishæfni Landsvirkjunar í grænu hagkerfi á haustfundi fyrirtækisins sem nú stendur yfir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.

Magnús tók undir með forstjóranum Herði Arnarsyni, sem lagði á það áherslu að hækka verð í nýjum samningum án þess að minnka of mikið verðmuninn á milli Íslands og Evrópu. Magnús benti á að raforkuverð í nýjum samningum hér sé fjarri því það lægsta í heimi, raforkuverðið sé ódýrara þar sem það er niðurgreitt í Norður-Ameríku og í Mið-Austurlöndum.

Þá taldi Magnús verðhækkun í nýjum samningum ekki valda því að fyrirtæki hvort heldur eru íslensk eða erlend muni snúa baki við landinu. Verð á raforku hafi hækkað í Noregi upp á síðkastið. Nýjum samningum hafi ekki fækkað á sama tíma og flestir sammála um að þeim muni fjölga frekar en hitt.