Lánsfjárþörf írska ríkisins eru 37 milljarðar dala, 4.063 milljarðar króna, samkvæmt gögnum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS).

Írsk stjórnvöld ákváðu að reyna styðja við bankakerfið sitt í stað þess að láta bankana fara á hausinn.  Það hefur valdið gríðarlegri fjárþörf hjá írska ríkinu.  Skuldatryggingarálag írska ríkisins náði nýjum hæðum í vikunni þegar það fór í 590.  Til samanburðar er álagið 273 á íslenska ríkið.