Forsetakosningar
Forsetakosningar
© AFP (AFP)
Matsfyrirtækið Moody's hefur sett lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista með neikvæðum horfum. Einkunnin er nú Aaa og verður Aa eftir lækkun . Talið er líklegt að lánshæfiseinkunnin verði lækkuð ef samningar nást ekki um ríkisfjármál milli Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og þingmanna á Bandaríkjaþingi. Eins og áður hefur komið fram vill Obama vill hækka skuldaþakið hins opinbera í landinu sem nú er 14,3 billjónir dollara. Komist ekki á samkomulag fyrir 2.ágúst næstkomandi eru stjórnvöld ófær um að greiða reikninga og falla greiðslunar þá í vanskil um tíma. Engin trygging er fyrir því af hálfu Moody‘s að hækka lánshæfið strax upp í Aaa þrátt fyrir að ríkið komist hjá vanskilum ef af lækkuninni yrði. Eftir að fréttir af þessu bárust jókst órói á erlendum mörkuðum og lækkaði gengi dollarans gagnvart flestum gjaldmiðlum í gær.