Matsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkaði, í dag  lánshæfismat Íbúðalánasjóðs í BB með neikvæðum horfum í samræmi við lækkun lánshæfismats íslenska ríkisins fyrir innlendar skuldbindingar. Þá hefur Íbúðalánasjóður verið tekinn af athugunarlista en horfur eru enn sagðar neikvæðar.

Í greiningu S&P kemur fram að starfsemi Íbúðalánasjóð sé mjög samtvinnuð stjórnvöldum, sem muni auka eigið fé sjóðsins fyrir lok ársins. Hins vegar séu horfur neikvæðar sem þýðir að lánshæfismatið fyrir Íbúðalánasjóð án tillits til ríkisábyrgðar gæti lækkað ef greinendur telja líkur á að ríkisstjórnin standi ekki við skuldbindingu sína að styðja fjárhagslega við sjóðinn.