Matsfyrirtækið Standard & Poor's segir horfur á AA+ lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs enn neikvæðar, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands, en fyrirtækið hefur uppfært lánshæfismat sjóðsins.

S&P sagði þann 16. júní að fyrirtækið myndi viðhalda lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt fram í júlí 2006.

Lánshæfishorfur sjóðsins hafa verið neikvæðar frá því 1. mars á þessu ári og verður endurskoðuð staða á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs birt í næsta mánuði, segir í tilkynningunni.