Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnirnar A til langs tíma og F1 til skamms tíma fyrir Íslandsbanka í tengslum við yfirtökutilboð bankans í BN banka í Noregi. Jafnframt eru staðfestar sjálfstæð einkunn C og stuðningseinkunn 2. Horfur fyrir einkunnirnar eru stöðugar.

Í tilkynningu frá Fitch kemur m.a. fram að kaupin munu hafa umtalsverð áhrif á Íslandsbanka, þar sem heildareignir BN banka jafngildi um 77% af eignum Íslandsbanka. Þrátt fyrir að Fitch hafi vissan fyrirvara í ljósi þess að lánasafn BN banka sé bundið ákveðnum atvinnugreinum telur matsfyrirtækið að traustur rekstur til fjölda ára sé vísbending um almenn gæði lánasafnsins.