Á meðal þess sem liðsheildir geta lært af velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er að skipuleggja vel vinnuumhverfið, skilgreina fundarefni vandlega og hafa fáar reglur sem mikilvægt er að muna og fara eftir. Velja á í fyrirtæki eftir gildum þess og mikilvægt er að yfirstjórn beri traust til leiðtogans. Þetta eru á meðal niðurstaðna í lokaverkefnum Önnu Sigríðar Vilhelmsdóttur og Ernu Kristjánsdóttur í meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Rannsókn þeirra fjallar um hvað verkefnastjórar geta lært af þjálfurum landsliðsins.

Auk þess að senda öllum landsliðsmönnum spurningalista tóku Anna og Erla djúpviðtöl við þjálfara landsliðsins, þá Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að mikilvægt væri að umhverfið væri vel skipulagt, þannig að gildi og framtíðarsýn liðsheildarinnar væru skýr. Tíu landsliðsmenn sögðu að skipulag væri lykillinn að árangri. Til samanburðar sagði einungis einn landsliðsmaður að metnaður væri lykillinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .