Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er einn hinna þriggja sem sérstakur saksóknari handtók í dag vegna rannsóknar á starfsemi Glitnis fyrir hrun.

Þetta kemur fram á vef RÚV en þar segir að samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu RÚV var Lárus úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag.

Eins og áður hefur komið fram voru nokkrir handteknir í dag við rannsókn Embættis sérstaks saksóknara á tíu málum tengdum Glitni og FL Group fyrr í dag. Á meðal málanna sem heyra undir rannsóknina er Stím-málið svokallaða.

Yfirheyrslur hófust yfir sakborningum og vitnum í rannsókninni í morgun og er búist við að yfirheyrslur haldi áfram næstu daga. Alls tóku um 60 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðunum í dag.