Frá júní 2015 hafa laun hækkað um 11,8% hjá starfsmönnum á almennum vinnumarkaði og 15,5% hjá opinberum starfsmönnum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar .

Í júnímánuði 2016 hækkuðu regluleg laun starfsmanna á almennum vinnumarkaði um 0,4% en laun hjá opinberum starfsmönnum um hækkuðu um 4,6%, en þar af hækkuðu starfsmenn sveitarfélaga um 3,9%.

Hækkun hjá opinberum starfsmönnum má meðal annars rekja til kjarasamninga sem koma til framkvæmda í júnímánuði.