Launavísitalan hækkaði um 0,4% á milli mánaða í júlí og stendur hún nú í 484,7 stigum. Hún hefur hækkað um 5,9% á síðastliðnum tólf mánuðum. Fram kemur á vef Hagstofunnar að í launavísitölu júlímánaðar gæti áhrifa kjarasamninga fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga við nokkur stéttarfélög opinberra starfsmanna sem undirritaðir voru á öðrum ársfjórðungi.

Þá kemur fram að vísitala kaupmáttar launa í júlí hafi verið 117,8 stig og hún hækkað um 0,6% frá fyrri mánuði. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 3,5%.