Frá desember 2015 til nóvember 2016 greiddu launagreiðendur að meðaltali um  179.500 einstaklingum laun sem er aukning um 8.300 samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Fjöldi launagreiðenda hefur jafnframt fjölgað. Að jafnaði voru launagreiðendur 16.640 og hafði þeim fjölgað um 681 eða 4,3% frá síðustu tólf mánuðum á undan. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands .

„Langflestir launagreiðendur í nóvember 2016 voru með færri en 5 launþega á sínum vegum,“ segir í frétt á vef Hagstofunnar.

Ef að horft er til einstaka atvinnugreina þá er ljóst að fjölgun launþega var mest í einkennandi greinum ferðaþjónustu og næst mest í byggingarstarfsemi.

Í nóvember 2016 voru 1.546 launagreiðendur og 25.600 launþegar í einkennandi greinum ferðaþjónustu og hafði launþegum fjölgað um 4.600 eða um 22% samanborið við nóvember 2015. Launagreiðendur í byggingariðnaði voru 2.413 í nóvember 2016 og launþegar 11.000. Launþegum fjölgaði um 1.700 eða 18% á einu ári - og launþegum hafði fjölgað um 1.700 eða 18% á einu ári.