„Ég er í fríi og hef ekki fylgst með því hvað ESA hefur verið að gera eða sagt,“ segir Lee C. Buchheit, aðalsamningamaður Íslands í Icesave-viðræðunum við bresk og hollensk stjórnvöld. Nefndin landaði Icesave-samningnum fyrir ári, þeim sömu og voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu í vor.

Hann segir í svari við fyrirspurn sem Viðskiptablaðið sendi honum í morgun ekki vilja tjá sig um þá ákvörðun ESA að færa Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólinn.

Buchheit talaði aldrei fyrir því að fara dómstólaleiðina þótt því hafi verið haldið fram.

Hann vinnur nú á vegum lögfræðiskrifstofu sinnar að því að leysa úr skuldaflækju grískra stjórnvalda.