Stjórn Nýherja mun ekki leggja til að arður verði greiddur út á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 4. mars. nk. Þetta kemur fram í tillögum að dagskrá fyrir aðalfund Nýherja sem send var til Kauphallarinnar í dag.

Ekki var heldur greiddur út arður árin 2014 og 2015. Þessi í stað verður hagnaður félagsins verður nýttur til að styrkja við eiginfjárstöðu samstæðu Nýherja.

Stjórn Nýherja leggur að henni verði veitt heimild til að gefa út nýtt hlutafé, alla að 60 milljónum króna að nafnverði, til að uppfylla skyldur sem félagið kann að takast á hendur með gerð kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins og dótturfélaga. Kaupréttarsamningarnir munu byggja á kaupréttaráætlun sem er lögð fram fyrir aðalfund félagsins.