Tekjur Lego á fyrri helmingi ársins námu 465 milljörðum íslenskra króna, sem er 43% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 127 milljörðum króna, sem er 140% aukning á milli ára.

Tekjur Lego voru 50% hærri en tekjur Hasbro , sem framleiðir Transformers - leikiföngin og My Little Pony . Hagnaður Lego á fyrri helmingi ársins var aftur á móti tífalt meiri en hjá Hasbro .

Lego ber í dag höfuð og herðar yfir önnur leikfangafyrirtæki, sem er merkilegt fyrir þær sakir að árið 2003 rambaði fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Lego rekur ríflega 150 verslanir um víða veröld. Meira en helmingur verslananna er í Bandaríkjunum og sú nýjasta er tæplega 700 fermetra verslun, sem opnaði á Fifth Avenue í New York í sumar.