*

miðvikudagur, 3. júní 2020
Innlent 24. maí 2017 15:51

Leiðréttir laun afturvirkt

Kjararáð hefur meðal annars ákveðið að leiðrétta laun forstjóra Umhverfisstofnunar og orkumálastjóra 17 mánuði aftur í tímann.

Ritstjórn
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Haraldur Guðjónsson

Kjararáð hefur ákveðið að leiðrétta laun forstjóra Umhverfisstofnunar og orkumálastjóra 17 mánuði aftur í tímann, eða frá áramótum 2016. Einnig leiðrétti Kjararáð laun forstjóra Landsnets rúmt ár aftur í tímann og úrskurðaði um laun framkvæmdastjóra Íslandssjóða, en laun hans voru lækkuð. 

Laun orkustjóra og forstjóra Umhverfistofnunar því 1,3 milljónir með yfirvinnu frá 1. janúar 2016 og laun forstjóra Landsnets tæpar 1,6 milljónir með yfirvinnu frá og með 1. maí síðasta árs. Laun framkvæmdastjóra Íslandssjóða verða 1,5 milljón með fastri yfirvinnu. Ekki kemur fram hver launin voru fyrir leiðréttinguna. 

Stikkorð: Kjararáð Laun leiðrétt