Leiguverð á húsnæðismarkaði hækkaði um 40,2% frá ársbyrjun 2001 til loka júlí 2015. Á sama tíma hefur verð á íbúðahúsnæði hækkað um 41,8%. Á sama tíma hefur launavísitala hækkað um 36,5% og almennt verðlag án húsnæðis um 15,1%.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær.

Fram kemur í minnisblaðinu að árið 2007 hafi um 17% íslenskra heimila verið á leigumarkaði en hlutfallið var nær 27% árið 2013. Mesta fjölgunin var meðal fólks á aldursbilinu 25 til 34 ára sem og tekjulágum og einstæðum foreldrum.