Fasteignafélagið Eik auglýsir nú eftir arftaka skemmtistaðarins Austur við Austurstræti 7 sem lokaði nýlega. Staðurinn var lýstur gjaldþrota í október og námu lýstar kröfur 310 milljónum króna án þess að neitt fengist upp í kröfur. Skiptum lauk í febrúar.

Skemmtistaðurinn opnaði árið 2009 en töluverðar deilur höfðu verið í eigendahópnum undanfarin ár sem nokkuð var fjallað um í fjölmiðlum.

Húsnæðið er tæplega 685 fermetrar á þremur hæðum býður „upp á ýmsa möguleika,“ eins og það er orðað á fasteignavef Mbl.is