*

mánudagur, 19. apríl 2021
Innlent 3. mars 2021 10:33

Leita að arftaka Austurs

Auglýst er eftir leigjanda til að taka við húsnæði skemmtistaðarins Austur við Austurstræti 7.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fasteignafélagið Eik auglýsir nú eftir arftaka skemmtistaðarins Austur við Austurstræti 7 sem lokaði nýlega. Staðurinn var lýstur gjaldþrota í október og námu lýstar kröfur 310 milljónum króna án þess að neitt fengist upp í kröfur. Skiptum lauk í febrúar. 

Skemmtistaðurinn opnaði árið 2009 en töluverðar deilur höfðu verið í eigendahópnum undanfarin ár sem nokkuð var fjallað um í fjölmiðlum.

Húsnæðið er tæplega 685 fermetrar á þremur hæðum býður „upp á ýmsa möguleika,“ eins og það er orðað á fasteignavef Mbl.is