*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Erlent 16. maí 2019 15:09

Leita að staðgengli eggja

Milljarðar dollarar er undir í samkeppninni um leið til að skapa prótein sem getur leyst egg af hólmi.

Ritstjórn
Eggjahvíta er hollur matur og mikilvægt hráefni margskonar matagerð.
Haraldur Guðjónsson

Eggjahvíta er heilsusamleg og próteinrík fæða. Eggjahvíta er hins vegar dýraafurð og vaxandi áhyggjur neytenda af dýravelferð, skaðlegum umhverfisáhrifum framleiðslunnar o.s.frv. hafa hrint af stað mikilli samkeppni í leit að aðferð til að búa til prótein sem gæti leyst eggin af hólmi. Þessi leit að staðgengli eggja er til umfjöllunar á fréttavef Bloomberg sem segir að milljarða dollara hafi verið fjárfest í leitina. 

Nú þegar eru komin á markað tilbúin prótein sem geta að einhverju leiti komið í stað eggja. Það hefur hins vegar reynst þrautinni þyngra að búa til prótein sem getur alfarið komið í stað eggja. Eggjahvíta er ódýr í framleiðslu og er sá próteingjafi sem síst veldur ofnæmi. Þá reiði matvælaframleiðendur sig mikið á eggjahvítu sem er bragðlaust prótein og blandast auðveldlega saman við önnur matvæli. 

Bloomberg greinir frá nokkrum fyrirtækjum í framlínu samkeppninnar og segir leitina að hinum fullkomna staðgengli vel á veg komna. Fundalaunin eru líka ekki af verri endanum því eggjaframleiðsla í Bandaríkjunum veltir árlega sjö milljörðum dollurum, jafngildi 857 milljörðum íslenskra króna.