Bandarískar hlutabréfavísitölur hafa undanfarið náð áður óséðum hæðum. Miðvikudaginn 20. júlí 2016 stóð Dow Jones vísitalan til að mynda í 18.595 stigum og S&P500 vísitalan í 2.173 stigum. Þetta eru hækkanir sem nema tæpum 160 og 190 prósentum frá því að markaðir botnuðu 9. mars 2009. Er svo komið að margir eru farnir að spá því að leiðrétting sé framundan.

Stærðfræðingurinn og frjáls­ hyggjumaðurinn Mark Spitz­nagel er einn þessara sjóðs­stjóra. Hann hóf ferill sinn á hrávörumörk­uðum í Chi­cago, stýrði svo afleiðusjóðum fyrir Morg­an Stanley, áður en hann stofnaði Em­perica Capi­tal LLC árið 1999 með fjár­málastærð­fræðingnum Nassim Nicho­las Taleb.

Í janúarmánuði 2007 stofnaði hann Universa Invest­ments L.P., en sjóðurinn skil­aði fjárfestum 115% ávöxtun í efnahagshruninu árið 2008. Núna árið 2016 telur hann það einungis vera tímaspurs­ mál hvenær við upplifum eina stærstu niðursveiflu allra tíma.

Fleiri telja hlutabréf hátt verðlögð þessa dagana. Grein­ingardeildir allra helstu fjár­festingarbanka heimsins hafa til að mynda spáð leiðréttingu á seinni helming þessa árs. Gold­man Sachs telur að S&P 500 vísitalan lækki um allt að 10% fyrir áramót. Spitznagel er þó sannfærður um að markaðir lækki enn meira.

Halavogun Spitznagel

Fjárfestingarstefna Universa Investments gengur út á svo­kallaða halavogun (e. tail­hedg­ing). Fjárfestar leitast þannig við að tryggja sig gegn stórum eða ófyrirsjáanlegum niður­ sveiflum á mörkuðum.

Þessar niðursveiflur eru oft kenndar við svarta svani. Svartir svanir eru í raun óútreiknanleg frá­vik, einhverskonar viðburðir sem eru taldir afar ólíkleg­ir, en hafa jafnframt stórfelld áhrif þegar þeir koma við sögu. Aðalráðgjafi  Universa Invest­ments, Nassim Taleb, er lík­lega þekktasti talsmaður þess­arar nálgunar á fjárfestingar.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.