Svo virðist sem janúar kunni að vera lélegasti sölumánuður í smásölu í Bandaríkjunum í herra háa tíð að sögn The Wall Street Journal. Sala hjá Wal-Mart og fleiri verslunum í janúar var undir annars lágum væntingum.

Að sögn blaðsins er dræm sala til merkis um aðhald neytenda og versandi efnahagsástand í Bandaríkjunum.