General Motors hefur tímabundið sagt upp 1300 starfsmönnum vegna lélegrar sölu á rafbílnum Chevrolet Volt. Starfsmennirnir verða endurráðnir í lok apríl eða byrjun maí.

Volt var valinn bíll ársins , ásamt Ford Explorer, af bílablaðamönnum í Bandaríkjunum í fyrra.

GM gerði ráð fyrir að selja 45.000 Volt bíla í ár en seldi aðeins 1.626 stykki fyrstu tvo mánuðina. Kennir bílaframleiðandinn m.a. um opinberri rannsókn á því að eldur kveikni út frá batteríi bílsins.

Chevrolet Volt bíll ársins í Bandaríkjunum 2011.
Chevrolet Volt bíll ársins í Bandaríkjunum 2011.
© Aðsend mynd (AÐSEND)