Flugmenn Boeing 787 Dreamliner vél japanska flugfélagsins All Nippon Airways þurftum að handstýra lendingarbúnaði vélarinnar í morgun.

All Nippon Airwys fékk sem kunnugt er fyrstu 787 Dreamliner vélina afhenta í lok september en vélin fór í sitt fyrsta farþegaflug þann 26. október sl.  Vélin hefur því verið í almennri þjónustu í minna en tvær vikur.

Í aðflugi að flugvellinum í Okayama í Japa bilaði lendingarbúnaður vélarinnar. Bilunin lýsti sér þannig að vökvapumpur sem ýta niður lendingarbúnaðinum virkuðu ekki og því þurftu flugmennirnir að taka aukahring á meðan þeir skrúfuðu lendingarbúnaðinn niður handvirkt. Um 250 manns voru um borð í vélinni sem lenti þó heilu höldnu að lokum.