Dagur B. Eggertsson, formaður Samgönguráðs, vill að gerð verið könnun á fýsileika þess að reisa rafknúið léttlestarkerfi innan höfuðborgarsvæðisins sem og á leiðinni til Keflavíkur.

Þetta kom fram í gær á fundi Samgönguráðs um almenningssamgöngur, þar sem Dagur var fundarstjóri. Í hópi frummælenda var Manfred Bonz, fyrrum yfirmaður almenningsvagna í Stuttgart í Þýskalandi, en þar hefur innleiðing léttlestarkerfis þótt heppnast vel og hefur borgin hlotið verðlaun fyrir besta almenningssamgöngukerfi heims.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .