Uppfærð umsókn Eykon Energy ehf. að leitar­ og vinnsluleyfi á Drekasvæð­inu er nú komin í hefðbundið ferli hjá Orkustofnun. Eins og áður hefur komið fram hefur CNOOC International Ltd., eitt af stærri olíufélögum heims, gengið inn í um­sókn Eykon sem sótti upphaflega um leyfi hjá Orkustofnun árið 2012. Eykon var gefinn frestur til 1. júlí 2013 til að tilgreina samstarfsaðila umsóknarinnar. Að sögn Heiðars Más Guðjónssonar, stjórnarfor­manns Eykon, voru viðræður við mörg fyrirtæki, bæði asísk og evr­ópsk, og varð CNOOC fyrir valinu vegna metnaðarfyllri rannsóknar­áætlunar en hjá öðrum.

Yfirferð kláruð í ágúst

„Næsta skref er að fara yfir um­sókn Eykon og kanna fjárhagslega og tæknilega getu samstarfsaðil­ans og samvinnu þessara tveggja fyrirtækja," segir Skúli Thor­oddsen, lögfræðingur hjá Orku­stofnun. Því næst verður leitað umsagnar hjá Pricewaterhouse­Coopers og Íslenskum orkurann­sóknum, sem eru ráðgjafar Orku­stofnunar í málum sem þessum. Að sögn Skúla þarf einnig að taka afstöðu til þess svæðis sem Eykon sótti upphaflega um en því svæði hefur nú verið úthlutað til ann­arra. Skúli gerir ráð fyrir því að Orkustofnun muni klára yfirferð í byrjun ágúst.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .