Lífeyrissjóðir eiga um það bil helming af markaðsvirði skráðra hlutabréfa hérlendis. Staða lífeyrissjóðanna sem hlutfall af markaðsvirði fór úr 17% árið 2010 í 50% árið 2015.

Samkvæmt ársreikningabók lífeyrissjóða og hagtölum Seðlabankans nam hlutfall innlendra hlutabréfa, óbeint og beint, 16% af hreinni eign lífeyrissjóðanna í janúar. Hlutfallið fór hæst í 19% um mitt ár 2007 en lægst í 2% árið 2009. Lífeyrissjóðum er heimilt að fjárfesta í skráðum hlutabréfum upp að 60% af hreinni eign.

Vægi óskráðra hlutabréfa af hlutabréfaeign sjóðanna hefur einnig hækkað á undanförnum árum. Hlutfallið var 4% árið 2010 en var komið í 15% árið 2014.

Þetta kemur fram í nýrri grein eftir Brynjar Örn Ólafsson sem birtist á heimasíðu Viðskiptablaðsins. Miðgildi eigna lífeyrissjóðanns sem hlutfall af markaðsvirði á árunum 1997 til 2008 er 12%.