Lífeyrissjóðirnir eiga 31% hlut í skráðum félögum á markaði og nemur markaðsverðmæti eignarhlutanna um 124 milljörðum króna. Þetta á aðeins við um þá hluti sem skráðir eru á lífeyrissjóðina. Ekki er útilokað að hlutur þeirra á markaðnum er stærri vegna fjárfestinga þeirra í gegnum sjóði, s.s. Framtakssjóðinn, SÍA og fleiri. Greining Íslandsbanka fjallar ítarlega um málið í Morgunkorni sínu í dag og bent á að í apríl hafi lífeyrissjóðirnir átt 228 milljarða króna í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum.

Þurfa að eiga allt að 20% í hlutabréfum

Greining Íslandsbanka segir það misjafnt hversu stóran hluta lífeyrissjóðirnir stefna að því að eiga í innlendum hlutabréfum en algengt er að hlutföllin liggi á bilinu 5-20%. Af þeim sökum megi búast við að endurfjárfestingaþörf sjóðanna á næstu árum verði í kringum 135 milljarðar króna á ári.

„Í sumum tilfellum þurfa sjóðirnir t.d. að bæta verulega við sig til að ná markmiðum ársins og hækkun hlutabréfaverðs og/eða nýskráningar þurfa því að standa undir þeirri hækkun,“ segir í Morgunkorninu.