Landsamtök lífeyrissjóða eru að skoða það hversu fýsilegt það sé að byggja og reka leiguíbúðir, að því er kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Gunnar Baldvinsson, formanns Landsamtakanna.

Þar segir hann að þetta sé hugsanlegt, en ráðist allt af því að sjóðirnir fái eðlilega og sanngjarna ávöxtun. Þeir þurfi að ávaxta eignir sínar m.a. með tilliti til annarra fjárfestingarkosta sem bjóðist.

Hann segir að athugun sé í gangi á því hvort skynsamlegt sé fyrir sjóðina að byggja og reka leiguíbúðir og að niðurstaða þessarar athugunar gæti legið fyrir síðar á þessu ári. Hann segir sjóðirnir líti á það sem skyldu sína að skoða þennan fjárfestingarkost eins og þeir skoði aðra kosti í boði.

Gunnar áréttar hins vegar að tilgangur sjóðanna sé að greiða lífeyri, en ekki að reka hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Ekki megi gleyma því að eignir sjóðanna séu fráteknar til að greiða sjóðfélögum lífeyri í framtíðinni. Sjóðirnir geti hins vegar fjármagnað byggingu á dvalarheimilum ef þeir fái ásættanleg kjör.