*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 11. október 2021 13:55

Lífeyrissjóðirnir bólgna út

Lífeyriskerfið hefur vaxið langt umfram spár. Eignir lífeyrissjóðanna hafa aukist um 1.500 milljarða eða 30% frá upphafi faraldursins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eignir lífeyrissjóða landsins námu 6.411 milljörðum króna í lok ágústmánaðar og hækkuðu um 168 milljarða á milli mánaða. Eignir samtryggingadeilda námu 5.739 milljörðum króna og séreignadeilda 671 milljarði króna.

Lífeyrissjóðirnir hafa notið góðs af hækkandi eignaverði í faraldrinum. Undanfarið ár hafa heildareignir lífeyrissjóðanna vaxið um 16,6% eða 910 milljarða króna. Frá upphafi faraldursins hér á landi í lok febrúar 2020 hafa eignir lífeyrissjóðanna aukist um 1.500 milljarða eða 30%.

Lífeyriskerfið hefur vaxið umfram spár undanfarin síðustu ár. Í skýrslu sem Hagfræðistofnun vann árið 2017 var áætlað að lífeyriskerfið næmi um 150% af landsframleiðslu árið 2021 næmi raunávöxtun lífeyrissjóðanna 3,5% á ári.

Í árslok 2020 voru eignir lífeyriskerfisins þó þegar komnar upp í 195% af landsframleiðslu.

Stikkorð: lífeyrismál