Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, segir það lífsnauðsynlegt að lífeyrissjóðirnir fái að fjárfesta erlendis. „Þvert á móti er frekar lagt mjög hart að þeim að selja erlendar eignir og koma með gjaldeyrinn heim sem er algerlega röng stefna. Það að vera með eignir erlendis er hrein áhættudreifing og skynsöm fjárfestingarstefna. Vegna haftanna misstu sjóðirnir til dæmis að hluta af þeirri miklu hækkun sem varð á erlendum hlutabréfamörkuðum, einkum í Bandaríkjunum árin 2009 til 2011, sem er ákaflega sorglegt. Annars vegar er veriðfá þá heim með gylliboðum og hins vegar með hótunum og skattheimtu.“

Í viðtali við Viðskiptablaðið segist Gísli ekki vita hvaðan sú hugmynd kom að stjórnmálamenn eigi að hafa eitthvað með lífeyrissjóðina að gera. „Þetta kemur þeim hreinlega ekkert við. Ef sú þróun heldur áfram sem ég benti á áðan, að vægi gegnumstreymiseigna í eignasafni sjóðanna fari áfram vaxandi, þá verður erfitt að snúa þróuninni við. Hún er hins vegar ekki öllum stjórnmálamönnum á móti skapi. Ögmundur Jónasson hefur til dæmis sagt að hann vilji frekargegnumstreymiskerfi og aðrir þingmenn Vinstri-grænna virðast vera alfarið á móti séreignarsparnaði sem ætti svo sem ekki að koma á óvart þegar aðgerðir sósíalista í efnahagsmálum eru skoðuð, en á stundum líður manni eins og við séum stödd í Ráðstjórnarríkjunum um miðja síðustu öld.“

Hægt er að lesa ítarlegt viðtal við Gísla í VIðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.