Þegar til lengri tíma er litið eru engar beinar sannanir fyrir því að lífrænt fæði leiði til bættrar heilsu barna eða til þess að líkur minnki á veikindum.

Kemur þetta fram í grein sem unnin var upp úr víðtækri rannsókn sem samband bandarískra barnalækna lét gera. Segir í niðurstöðunum að lífrænn matur innihaldi vissulega jafnmikið af nauðsynlegum næringarefnum og að í honum sé minna af skordýraeitri, sem geti skipt máli fyrir heilsu barna. Þrátt fyrir þetta sé ekki hægt að sjá út úr rannsóknum að neysla þessara matvæla hafi tölfræðilega marktæk áhrif á heilbrigði barna.