Danska fyrirtækið TrygVesta A/S hefur staðfest að það eigi í viðræðum um hugsanleg kaup á vátryggingahluta Moderna Försäkringar SAK, dótturfélagi Milestone á Íslandi.

Viðræðurnar fara fram við Moderna Finance.

Líkur á að sænska fjármálaeftirlitið taki yfir starfsemi Moderna Finance, helstu eign fjárfestingafélagsins Milestone, aukast með hverri vikunni sem líður.

Stjórnendur Milestone hafa róið lífróður að undanförnu til að bjarga fyrirtækinu og hafa meðal annars notið ráðgjafar fjárfestingarbankans JP Morgan við að reyna að selja eignir en við dræmar undirtektir.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins hefur verið til skoðunar hvort hægt er að breyta eignarhaldi Milestone þannig að lánardrottnar kæmu inn með nýtt hlutafé eða breyttu skuldum í hlutafé.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.