*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Fólk 18. júní 2020 15:18

Linda ráðin til Parallel

Linda Lyngmo er nýráðin sem ráðgjafi hjá tækniráðgjafafyrirtækinu Parallel.

Ritstjórn

Linda Lyngmo er nýráðin sem ráðgjafi hjá tækniráðgjafafyrirtækinu Parallel. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Linda starfaði sl. 10 ár hjá Íslandsbanka og tók meðal annars þátt í stafrænni vegferð bankans með góðum árangri. Linda lauk nýverið námi í stjórnun við IESE Business School í New York og er með BSc í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Linda hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og stefnumótunar en einnig býr hún yfir reynslu í upplýsingatækni þá sérstaklega í stafrænni vöruþróun.

Parallel sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja í stafrænni vegferð. Aukin áhersla á stafræna og sjálfvirka þjónustu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem og krafan um óaðfinnanlega notendaupplifun skapar þörf hjá fyrirtækjum um greiningu stafrænna tækifæra. Parallel hefur sérhæft sig í að greina slík tækifæri og stýra umbreytingu með virkri þátttöku í framkvæmd verkefna til að tryggja ávinning stafrænnar þróunnar.  Fyrirtækið var stofnað af þeim Arndísi Thorarensen og Þórhildi Eddu Gunnarsdóttur en þær starfa einnig sem ráðgjafar hjá fyrirtækinu. 

Meðal núverandi verkefna Parallel er stafræna Ferðagjöf stjórnvalda og nýr vefur Ísland.is.