Súkkulaðiframleiðandinn Lindt hefur fest kaup á bandaríska sælgætisgerðafyrirtækið Russel Stover fyrir óuppgefið verð. Þetta mun vera liður í því að stækka við sig markaðshluta í Norður Ameríku. Þessu greinir The Guardian frá.

Russel Stover var stofnað árið 1923 og er þriðja stærsta konfektgerðafyrirtækið í bandaríkjunum með árlega sölu sem nemur 500 milljónum dollara, eða um 57 milljörðum íslenskra króna, og 2700 starfsmenn.

Russel og Stover er einna helst þekkt fyrir að hafa framleitt pralín súkkulaðið sem Forrest Gump borðaði í samnefndri kvikmynd og mælti svo eftirminnilega að móðir sín segði að lífið væri eins og súkkulaðibox.

Þetta er stærsta yfirtaka sem Lindt hefur staðið frammi fyrir en áætlað er að með sameiningunni munu tekjur Lindt í Norður Ameríku nema 1,5 milljörðum dollara, eða um 172 milljörðum íslenskra króna, árið 2015.