Svo virðist sem sáralítið framboð á gjaldeyri á markaði ýti gengi krónunnar niður en hún hefur verið að veikjast það sem af er degi. Svo virðist sem stór hluti gjaldeyristekna skili sér ekki á markaðinn hvað sem veldur þeirri töf. Því þarf ekki nema mjög hóflega eftirspurn til þess að veikja krónuna.

Greiningardeild Glitnis spyr um metnað stjórnvalda í Morgunkorni sínu: ,,Krónan er hins vegar enn veik í sögulegu ljósi og spurning hvort metnaðurinn í aðgerðum stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafi ekki verið að skapa meiri stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en verið hefur undanfarið og styrkja krónuna frekar," segir í Morgunkorninu.