Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, reiknar ekki með því að landið keyri á ný niður í kreppu. Á hinn bóginn óttast hann að efnahagslífið nái ekki að rétt nógu mikið úr kútnum til að draga úr atvinnuleysi. Atvinnuleysi hefur legið í kringum 8,1% síðustu mánuði.

„Okkur hvorki gengur né rekur,“ sagði Bernanke um ganginn í efnahagslífinu á fundi með hagfræðingum í Indianapolis í Bandaríkjunum í gær er hann varðist harðri gagnrýni kollega í fræðunum á kaup seðlabankans á skuldabréfum og eignum banka og fjármálafyrirtækja.