Upp í kröfur hjá Verksmiðjunni GL fengust 2,09 hundraðshlutar af veðkröfu sem voru 299 milljónir króna eða 6,2 milljónir króna. Ekkert fékkst greitt upp í búskröfu, forgangskröfur eða almennar kröfur. Lýstar kröfur voru samtals 717.739.510 krónur. Skiptum í búinu var lokið 6. júní síðastliðinn. Tilgangur Grænna lausna, að því er fram kemur í ársskýrslu fyrirtækisins, var þróun á vélasamstæðu til framleiðslu á vörum úr endurunnum pappír til sölu auk rekstrar verksmiðju til framleiðslu á slíkum vörum. Skuldir fyrirtækisins stöfuðu af kostnaði vegna þróunar á vél vegna fyrirhugaðrar framleiðslu.

Verksmiðjan GL eða Grænar lausnir ehf. var í 99% hluta eigu artP  ehf. Grænar lausnir ehf. átti sjálft tæpt prósent. Hluthafar artP voru Ólafur H. Jónsson, Þorsteinn Hjaltested, Jónas A. Aðalsteinsson og Friðrik Ragnar Jónsson. Allir áttu þeir fjórðungshlut. En Jónas, Þorsteinn og Ólafur voru stjórnarmenn Verksmiðjunnar GL.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .