*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 13. september 2020 14:05

Lítil áhrif á rekstur Arma

Armar vinnuvélaleigan hyggst greiða út 70 milljónir króna í arð en félagið hagnaðist um 349 milljónir í fyrra.

Ritstjórn
Auðunn Svafar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Arma.
Aðsend mynd

Vinnuvélaleigan Armar ehf. hagnaðist um 349 milljónir í fyrra, samanborið við 445 milljónir árið áður. Tekjur námu 1,9 milljörðum og féllu um 5%. Eignir námu 3,4 milljörðum í árslok og eiginfjárhlutfall var 49%. Greidd laun námu 254 milljónum og jukust lítillega, og ársverk 24.

Í skýrslu stjórnar er heimsfaraldurinn ekki sagður hafa haft veruleg áhrif á rekstur félagsins. Lagt er til að greiddar verði 70 milljónir króna í arð í ár, en sama upphæð var greidd í fyrra.

Auðunn Svafar Guðmundsson er framkvæmdastjóri og á um leið 65% hlut í félaginu. Pétur Bjarnason 35% hlut.