Flöktandi olíuverð hafði sitt að segja í viðskiptum dagsins á Bandaríkjamarkaði, en síðustu fjóra daga hefur olíutunnan lækkað í verði um 16 dollara.

S&P 500 stóð í stað, Nasdaq lækkaði um 1.3% og Dow Jones hækkaði um 0,4%.

Uppgjör fyrirtækja í tækniframleiðslugeiranum ollu vonbrigðum fjárfesta. Jákvætt uppgjör Citigroup, sem skilaði 2,5 milljarða dollara tapi hafði jákvæð áhrif.