Lítil hreyfing hefur verið á hlutabréfum í Evrópu það sem af er degi en bankar og fjármálafyrirtæki hafa þó lækkað að sögn Reuters fréttastofunnar.

FTSEurofirst vísitalan skríður yfir núllið og hefur nú hækkað um 0,03%.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,2 og París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 0,5%.

Í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 0,5% en í Amsterdam stendur AEX vísitalan í stað.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,4% en í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,4%.