Gengi bréfa HB Granda hækkaði um 3,3% við fyrstu viðskipti ársins á First North markaðnum á mánudaginn sem var fjórði dagur ársins þar sem opið var fyrir viðskipti á markaðnum.

Umfang viðskiptanna var ekki mikið en samtals voru bréf seld fyrir 465 þúsund krónur í viðskiptum með 30 þúsund hluti. Markaðsvirði HB Granda hækkaði í kjölfarið um rúmar 850 milljónir króna eða úr 25,6 milljörðum í 26,4 milljarða.

Þess má geta að fyrir rétt tæpum mánuði voru 20 ár frá því að bréf HB Granda voru fyrst skráð á markað.