Lítilsháttar lækkun varð á gengi hlutabréfa á mörkðum í Asíu í nótt. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,4%, ASX í Ástralíu um 0,26% og vísitalan Sjanghæ lækkaði um 0,35%. Þegar um klukkutími lifði af viðskiptum í Hong Kong hafði Hang Seng lækkað um liðlega 0,4%.

Fjármálaráðherrar evrulandanna koma saman í dag til að leggja endanlega blessun sína yfir samkomulag vegna Grikklands og 130 milljarða lánveitingu þeim til handa en en bankar og fjármálastofnanir hafa nú gengist undir að afskrifa um 100 milljarða evra af skuldum Grikklands. Þetta er í takt við það sem vonast var til og sérfræðingar reikna ekki með miklum breytingum á gengi hlutabréfa í Evrópu í dag