Íslandsbanki lýkur við útgáfu sértryggðs skuldabréfaflokks í dag. Um er að ræða óverðtryggðan flokk til þriggja ára. Stærð flokksins lá ekki endanlega fyrir þegar upplýsingar fengust frá Íslandsbanka um útgáfuna. Heildarútgáfa sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka stendur fyrir þessa útgáfu í um 8,8 milljörðum og eru þeir flokkar verðtryggðir. Að baki bréfunum stendur safn íbúðalána bankans. Bréfin eru skráð í Kauphöllinni.