Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var stækkaður um 1.940 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,42%. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er nú að loknu útboði 14.820 milljónir. Heildarfjárhæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður að nafnverði 62.480 milljónir króna.

Íslandsbanki seldi einnig þriggja mánaða víxla að nafnverði 400 milljónir á 6,35% flötum vöxtum og sex mánaða víxla að nafnverði 600 milljónir á 6,40% vöxtum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stefnt sé að því að viðskipti með bréfin hefjist 15. ágúst næstkomandi.