Lækkun stýrivaxta á Íslandi er forgangsmál og þá verður að lækka verulega nú þegar til að eigið fé fyrirtækja í landinu brenni ekki endanlega upp. Þetta segir Þór Sigfússon, formaður SA, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis.

Þór segir óskiljanlegt að stýrivextir á Íslandi séu nú 18% og að einhver komist að þeirri niðurstöðu að það skili einhverju við núverandi aðstæður. Á sama tíma hafi Norðmenn lækkað stýrivexti í 3% og stýrivextir í Bandaríkjunum og Bretlandi séu mun lægri. „Það er eins og einhver vilji okkur illt," sagði Þór. Stýrivaxtapólitíkin sem iðkuð hafi verið á Íslandi sé eitt stærsta vandamál atvinnulífsins.