Ef svo heldur fram sem horfir verður þetta þriðji dagurinn í röð sem úrvalsvísitalan lækkar en á þriðjudaginn breytti Standard & Poor's lánshæfishorfum ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,75% það sem af er degi og er 5.685,05 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,12% og er eina félagið sem hefur hækkað það sem af er degi.

Landsbankinn hefur lækkað um 2,27%, FL Group hefur lækkað um 2,05%, Glitnir hefur lækkað um 1,65%, Alfesca hefur lækkað um 1,52% og Actavis Group hefur lækkað um 1,38%.

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,52% þar sem af er degi og er 129,12 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.