Hlutabréfamarkaðir lækkuðu á flestum stöðum í Asíu í morgun en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar voru það helst fjármála- og tryggingafélög sem leiddu lækkanir.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 0,4% og hefur nú lækkað um 7,2% það sem af er ári eftir að hafa lækkað um 43% í fyrra.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 1,3%, í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 0,2% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 1,6%.

Í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan hins vegar um 0,8% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan  um 1,1%.

Í Evrópu hafa bankar annars vegar og olíufyrirtæki hins vegar leitt lækkanir í morgun og hefur FTSE 300 vísitalan lækkað um 0,6%.

UBS og Credit Suisse hafa lækkaði um 1% og 2,7% í morgun sem kemur Reuters fréttastofunni nokkuð á óvart, þ.e. að þeir skuli ekki lækka meira en eins og fram kom í gær er búist við því að báðir bankarnir greini frá mettapi í vikunni.

Aðeins  í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,4% en annars staðar í Evrópu hafa hlutabréfamarkaðir lækkað um 0,6% - 1%.