Hlutabréf í Asíu lækkuðu á markaði í dag. Lækkanirnar eru raktar til yfirlýsingar aðstoðarseðlabankastjóra Japansbanka um að hrun bandaríska fasteignamarkaðarins kunni að leiða til minni hagvaxtar í Japan samkvæmt því sem segir á fréttavef Bloomberg.

Toyota og Canon leiddu lækkanirnar en Mizuho Financial Group og HSBC Holdings fundu einnig fyrir áhrifu yfirlýsingarinnar.

Vísitölur í Asíu lækkuð almennt í dag. Nikkei 225 um 1,57%, Hang Seng um tæp 4% og S&P/ASX 200 um 1%