Lækkun var víða á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Ástralíu í dag og DJ Asia-Pacific vísitalan fyrir svæðið lækkaði um 0,5%.

Í Japan lækkuðu hlutabréf um 1,3% og í Ástralíu um 2,7%. Í Sjanghæ hækkuðu bréf hins vegar um 0,5% og í Hong Kong um 2,2%.

Hlutabréf í Ástralíu liðu fyrir það að Rio Tinto féll í kjölfar ákvörðunar BHP Billiton um að hætta við yfirtöku á félaginu, að því er segir í WSJ. Hlutabréf í Japan lækkuðu vegna áhrifa af hækkandi jeni á útflytjendur. Þá var lánshæfismat Toyota lækkað úr AAA í AA hjá Fitch og horfur eru sagðar neikvæðar, að því er segir í frétt Bloomberg.